Enski boltinn

Benitez: Þurfum að nýta færin okkar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Benitez á hliðarlínunni á Boylen Ground í dag.
Benitez á hliðarlínunni á Boylen Ground í dag. Nordicphotos/Getty
Rafael Benitez tókst ekki að stýra liði sínu Chelsea til sigurs í þriðju tilraun. Chelsea tapaði 3-1 í Lundúnarslag gegn West Ham á Boylen Ground í dag.

Juan Mata kom gestunum yfir snemma í fyrri hálfleik eftir undirbúning Fernando Torres. Gestirnir höfðu undirtökin í fyrri hálfleik en voru slakir í þeim síðari.

Carlton Cole jafnaði metin fyrir West Ham en markið var umdeilt. Cole virtist klifra upp á bak Branislav Ivanovic, varnarmanns Chelsea.

„Mér fannst þetta vera brot en ég vil ekki notast við það atvik sem afsökun. Við fengum á okkur mark og í kjölfarið tóku þeir völdin," sagði Benitez.

„Við fengum fjölmörg færi til að tryggja okkur sigur og við þurfum að nýta þessi færi. Í seinni hálfleiknum hættum við að vinna fyrsta og annan bolta. Við misstum þá stjórn sem við höfðum á leiknum í fyrri hálfleiknum," sagði Benitez.

Chelsea hefur fengið tvö stig úr fyrstu þremur leikjunum undir stjórn Benitez.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×