Enski boltinn

Sterling: Fréttir um launakröfur mínar bull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raheem Sterling í leik með Liverpool.
Raheem Sterling í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, segir ekkert hæft í þeim fréttum að hann hafi farið fram á 50 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu.

Sterling er sautján ára gamall og ætlar að bíða með að skrifa undir nýjan samning þar til hann verður átján ára í næsta mánuði.

Hann fær tvö þúsund pund í vikulaun - um 410 þúsund krónur - en félagið er sagt reiðubúið að tífalda launin. Núverandi samningur Sterling rennur út í sumar.

Samkvæmt enskum fjölmiðlum mun hann hafa hafnað því tilboði og farið fram á að honum yrði greidd 50 þúsund pund - um tíu milljónir króna - í vikulaun.

„Ég get fullvissað ykkur um að ég fór ekki fram á svo heimskulega upphæð," sagði Sterling á Twitter-síðu sinni.

Brandon Rodgers, stjóri Liverpool, hefur lofað frammistöðu Sterling á tímabilinu. „Hann hefur verið frábær síðan hann komst í byrjunarliðið. Hann hefur staðið sig virkilega vel," sagði hann en Sterling var nýlega valinn í enska landsliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×