Enski boltinn

Ferguson vill betri vítanýtingu hjá Rooney

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ferguson og Rooney.
Ferguson og Rooney. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney þurfi að standa sig betur á vítapunktinum til þess að fá að vera áfram vítaskytta liðsins.

Rooney hefur skorað úr sextán vítaspyrnum síðan hann kom til United árið 2004 en klikkað níu sinnum - síðast gegn Arsenal um síðustu helgi.

„Wayne mun aldrei biðjast undan þessari ábyrgð og ég veit fyrir víst að hann hefur engan áhuga á að klikka á fleiri vítum," sagði Ferguson við enska fjölmiðla.

„Ég held að Wayne verði að taka því að hann þurfi að vera með betri vítanýtingu. Hann er fullfær um það."

„Rooney er bara þannig gerður að hann vill taka öll víti - hvort sem er í úrslitaleik HM eða gegn áhugamannaliði í fyrstu umferð bikarkeppninnar."

„En ef hann klikkar á einni enn - þá stíg ég sjálfur á vítapunktinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×