Enski boltinn

Marko Marin mögulega á leið aftur til Þýskalands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Marko Marin hefur nánast ekkert fengið að spila síðan hann gekk til liðs við Chelsea í sumar. Líklegt er að hann verði lánaður annað í janúar.

Marin kom til Chelsea frá Werder Bremen og gerði fimm ára samning við félagið. Hann hefur komið í sögu sem varamaður í einum leik - í 6-0 sigri gegn Wolves í deildabikarnum.

Hann er nú orðaður við sitt gamla félag, Borussia Mönchengladbach, en þar steig hann sín fyrstu spor á ferlinum. Þjálfari félagsins, Luicien Favre, vildi þó ekkert tjá sig um málið í þýskum fjölmiðlum.

Marin er 23 ára gamall og á sextán leiki að baki með þýska landsliðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×