Enski boltinn

Rodgers: Þurfum að kaupa til að halda Suarez

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rodgers og Suarez á æfingu hjá Liverpool.
Rodgers og Suarez á æfingu hjá Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers segir að Luis Suarez sé ánægður hjá Liverpool en viðurkennir að félagið þurfi að fjárfesta í góðum leikmönnum til að halda honum hjá félaginu.

Suarez hefur skorað tíu mörk á tímabilinu en Liverpool mætir Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Luis hefur sýnt mér mikinn stuðning síðan ég kom til félagsins, bæði innan vallar sem utan," sagði Rodgers.

„Það er undir okkur komið að sjá til þess að félagið taki skref í rétta átt og þá vilja bestu leikmennirnir vera áfram."

„Markmiðið er að halda okkar bestu leikmönnum. Ég ræddi nýlega við Luis og hann hefur aldrei verið ánægðari. Hann elskar félagið, fótboltann og æfingarnar. Hann virðist vera á góðum stað."

„Það er undir okkur komið að fá leikmenn til liðsins sem styðja vel við hann og færa okkur í rétta átt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×