Enski boltinn

Heiðar skoraði í sigri Cardiff

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson skoraði þegar að Cardiff vann 2-1 sigur á Hull í ensku B-deildinni. Markið skoraði hann strax á þriðju mínútu leiksins.

Cardiff komst í 2-0 með marki Mark Hudson á 82. mínútu en Robert Koren minnkaði muninn fyrir Hull undir lok leiksins.

Heiðar var tekinn af velli á 66. mínútu en Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn. Hann vann sér sæti í byrjunarliðinu á ný eftir að hafa komið inn á sem varamaður í síðustu fjórum leikjum undan.

Þetta var sjötta mark Heiðars á tímabilinu en Aron Einar hefur skorað fjögur.

Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður þegar að Wolves gerði 2-2 jafntefli við Brighton. Wolves missti mann af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en náði engu að síður að tryggja sér jafntefli.

Wolves er í fimmtánda sæti deildarinnar en liðið hefur nú ekki unnið deildarleik í rúman mánuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×