Enski boltinn

Kári meiddur og Rotherham tapaði 5-0

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kári Árnason í leik með Rotherham.
Kári Árnason í leik með Rotherham. Nordic Photos / Getty Images
Rotherham fékk slæman skell í ensku D-deildinni í dag er liðið mátti sætta sig við 5-0 tap fyrir Dagenham & Redbridge á útivelli.

Kári Árnason meiddist á öxl í síðasta leik liðsins og var því ekki með í dag. Þetta var fyrsta tap liðsins í tæpan mánuð en Kári hefur verið fastamaður í liðinu á leiktíðinni.

Rotherham er í níunda sæti deildarinnar með 25 stig eftir níu leiki. Dagenham & Redbridge komst upp í fjórtánda sæti með sigrinum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×