Enski boltinn

Hughes: Vil frekar spila illa og vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
QPR er enn í tómum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði enn einum leiknum í dag. Í þetta sinn fyrir Stoke, 1-0.

QPR er í botnsæti deildarinnar með fjögur stig úr ellefu leikjum en liðið hefur ekki enn náð að vinna leik á tímabilinu.

Mark Hughes er stjóri liðsins og er undir talsverðri pressu að skila árangri, enda voru margir leikmenn keyptir til liðsins í sumar.

„Við getum ekki talað um að allt sé í lagi hjá okkur því við erum ekki að vinna leiki. Ég vil frekar spila illa og vinna því það er það sem við þurfum á að halda núna," sagði Hughes eftir leikinn.

„Margt af því sem við erum að gera í leikjunum er í góðu lagi en við þurfum að taka þetta síðasta skref til að vinna leikina."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×