Enski boltinn

Chicharito: Vil fá þrennuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antonio Valencia fagnar með Chicharito.
Antonio Valencia fagnar með Chicharito. Nordic Photos / Getty Images
Javier Hernandez skoraði tvö mörk og átti stóran þátt í því þriðja þegar að Manchester United vann 3-2 sigur á Aston Villa í dag.

Hernandez kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti miklu um gang mála því Aston Villa komst 2-0 yfir.

„Ég var ekki að hugsa um að breyta leiknum. Stjórinn sagði mér að gera það sem ég geri á æfingum - að hlaupa inn á bak við varnarmennina og færa þá úr stöðu."

Annað mark United var skráð sem sjálfsmark Ron Vlaar en Hernandez, sem gekk af velli með boltann, vill fá markið skráð á sig.

„Ég vil fá þrennuna. Ég sá endursýninguna og það er enginn vafi á því að boltinn stefndi á markið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×