Enski boltinn

Ferguson: Hann spilar í næsta leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var afar ánægður með 3-2 sigur sinna manna á Aston Villa í dag.

„Þetta voru frábær úrslit í frábærum leik. Aston Villa stóð sig afar vel og leikmenn liðsins hlupu látlaust. En við skutum tvisvar í slá og gáfumst aldrei upp," sagið hann.

Aston Villa komst 2-0 yfir í leiknum en innkoma Javier Hernandez í hálfleik breytti öllu. Hann skoraði tvö og átti stóran þátt í því þriðja.

„Við vorum kærulausir í fyrri hálfleik og þurftum að bæta okkur. Við gerðum það. Javier Hernandez er frábær í vítateignum og færði okkur þrjú mörk í dag. Ef maður gerir það velur maður sig sjálfan í liðið. Hann spilar í næsta leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×