Enski boltinn

Móðir Cole gefur vísbendingu á Facebook

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Móðir Ashley Cole gaf í skyn á Facebook-síðu sinni að kappinn væri mögulega á leið til Paris Saint-Germain, eins og enskir fjölmiðlar hafa fjallað um síðustu daga.

Samningur Cole við Chelsea rennur út í sumar og er félagið aðeins sagt reiðubúið að bjóða honum eins árs samning.

Cole vill fá lengri samning og hefur verið fullyrt að PSG sé reiðubúið að borga honum himinhá laun til að koma í franska boltann.

Móðir hans, Sue Cole, virtist gefa til kynna að ólíklegt væri að hann væri á leið til Manchester United, eins og einhverjar sögusagnir hafa verið um, miðað við þessi orð hennar á Facebook, sem fá að birtast hér óþýdd:

„Well looks like his going somewhere better hear than the talk of man u. Not too far on the Euro star x"




Fleiri fréttir

Sjá meira


×