Enski boltinn

Suarez: Ég dýfi mér ekki

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Luis Suarez, leikmaður Liverpool, segir ekkert hæft í þeim ásökunum að hann láti sig detta í leikjum með liðinu.

Suarez hefur þó fengið á sig slæmt orð fyrir meintan leikaraskap og hafa margir komið opinberlega fram og gagnrýnt hann fyrir það.

„Ég dýfi mér ekki í teignum. Þetta er minn ferill og það er ósanngjarnt að ég skuli vera með þetta orðspor á mér," sagði Suarez við enska fjölmiðla.

„Tölfræðin sýnir að það eru fáir framherjar sem fá færri aukaspyrnur en ég. Ég virðist alltaf vera umdeildur en ég sætti mig alltaf við ákvarðanir dómaranna - þeir eru jú mennskir."

„Ég sætti mig líka við gagnrýnina en margir gera það að ástæðulausu. Ég er ekki ánægður með það en ég reyni að gera mitt besta á hverjum degi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×