Enski boltinn

Rodgers: Sýndum karakter að koma til baka og ná í stig

SÁP skrifar
Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri Liverpool, var nokkuð sáttur við stigið sem liðið fékk gegn Chelsea fyrr í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á Stamford Bridge.

„Við erum vonsviknir með markið sem við fengum á okkur, það kemur úr hornspyrnu og við eigum að vera sterkari að dekka leikmenn andstæðingsins í slíkum tilvikum," sagði Brendan Rodgers eftir leikinn.

„Við sýndum mikinn karakter að koma til baka og gefast ekki upp. Liðið lék illa í fyrri hálfleiknum en það kom allt annað Liverpool lið til leiks í þeim síðari".

„Það er gríðarlega erfitt að koma hingað á Brúnna og því var þetta stig mikilvægt og virkilega sterkt."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×