Enski boltinn

Kínverskt félag vill fá Lampard

Miðjumaðurinn Frank Lampard gæti verið á förum frá Chelsea og nú hefur kínverska félagið Guizho Renhe greint frá því að það sé í viðræðum við leikmanninn.

Það er lengi búið að orða Lampard við lið í Kína en tveir fyrrum félagar hans hjá Chelsea - Didier Drogba og Nicolas Anelka - spila þér núna.

Kínverska liðið hefur áhuga á því að fá Lampard strax í janúar en nýtt tímabil þar í landi hefst í mars.

Miklir peningar eru í kínverska boltanum og því meðal annars haldið fram að Drogba og Anelka séu með 62 milljónir króna í vikulaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×