Enski boltinn

Ekkert breytt hjá Clattenburg - dæmir ekki um næstu helgi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg mun missa af þriðju helginni í röð í ensku úrvalsdeildinni. Þessi 37 ára gamli dómari hefur ekkert dæmt síðan að Chelsea sakaði hann um kynþáttafordóma gagnvart leikmanni sínum John Obi Mikel í leik liðsins á móti Manchester United.

Clattenburg hefur ekki fengið leik síðustu tvær vikur og það breyttist ekki þegar dómaralistinn var gefinn út í kvöld. Dómarasamtökin óttaðist það að Chelsea-málið og fjaðrafokið í kringum það hefði gert Clattenburg erfitt fyrir og því var ákveðið að hann fengi ekki leik.

Dómarasamtökin hafa samt alltaf lýst yfir stuðningi við Mark Clattenburg sem heldur fram sakleysi sínu í þessu máli.

Enska sambandið hefur sett stefnuna á það að komast að niðurstöðu í málinu fyrir laugardaginn og ef að Clattenburg verður ekki fundinn sekur þá ætti hann að geta dæmt leik í ensku úrvalsdeildinni á næstu helgi þar á eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×