Enski boltinn

Ferguson trúir því ekki að Clattenburg hafi sagt þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, trúir því ekki að dómarinn Mark Clattenburg hafi notað óheppilegt orðalag í leik Chelsea og Manchester United um síðustu helgi. Sir Alex var spurður út í málið á blaðamannafundi fyrir leik United og Arsenal á morgun.

Chelsea lagði formlega kvörtun yfir orðanotkun Mark Clattenburg og dómarinn sætir nú bæði lögreglurannsókn sem og rannsókn á vegum enska sambandsins. Clattenburg mun ekki dæma um helgina vegna þessa máls.

Ferguson segist aldrei hafa heyrt leikmann sinn kvarta undan dónaskap dómara á síðustu fimmtán árum hvað þá að dómarinn hafi verði með kynþáttafordóma gagnvart þeim.

„Ég trúi því ekki að Mark Clattenburg hafi notað svona orðalag. Ég neita hreinlega að trúa því," sagði Sir Alex Ferguson.

„Þetta er bara óhugsandi í nútíma umhverfi. Það eru engar líkur á því að dómari leggist svona lágt," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×