Enski boltinn

Ian Holloway tekur við Crystal Palace

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ian Holloway.
Ian Holloway. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ian Holloway er hættur með lið Blackpool og hefur þess í stað gert fjögurra og hálfs árs samning við Crystal Palace sem spilar einnig í ensku b-deildinni. Crystal Palace keypti um samning Holloway hjá Blackpool.

Ian Holloway er búinn að vera í þrjú tímabil hjá Blackpool og það vakti mikla athygli þegar hann fór með liðið óvænt upp í ensku úrvalsdeildina. Forráðamenn Crystal Palace setja væntanlega pressu á að hann endurtaki leikinn með þeirra lið.

„Það er leiðinlegt að þurfa yfirgefa Blackpool enda árin þrjú þar þau bestu sem ég hef lifað. Ég er mjög stoltur af þeim árangri sem ég náði þar og vil óska þeim alls hins besta. Að mínu mati var þetta bara of gott tækifæri til að hafna því," sagði Ian Holloway við BBC.

Crystal Palace er eins og er í 4. sæti ensku b-deildarinnar með sex stigum meira en Blackpool sem er í 12. sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×