Enski boltinn

Suarez skoraði mark helgarinnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tvö bestu mörk nýliðannar umferðar í ensku úrvalsdeildinni voru mörkin í 1-1 jafntefli Liverpool og Newcastle um helgina.

Yohan Cabaye skoraði með þrumufleyg fyrir Newcastle en jöfnunarmark Luis Suarez fyrir Liverpool þótti þó besta mark umferðarinnar eins og sjá má hér fyrir ofan.

Á sjónvarpsvef Vísis má svo sjá samantektir úr öllum leikjum helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni á Sjónvarpsvef Vísis.

Myndböndin birtast á mánudagsmorgni og eru í birtingu í eina viku. Þar má sjá öll mörk leikjanna sem og helstu tilþrifin.

Að lokinni hverri umferð birtast svo myndbönd þar sem umferðin er gerð upp í máli og myndum. Leikmaður og lið umferðarinnar er valið, sem og bestu mörkin, bestu markvörslurnar og eftirminnilegasta augnablikið.

En fyrir þá sem vilja einfaldlega sjá allt það helsta sem gerðist í umferðinni í stuttu og skemmtilegu myndbandi er það einnig í boði. Þá er einnig kíkt í sögubækurnar og rifjað upp eftirminnilegt atvik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×