Enski boltinn

Nani ekki með um helgina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nani í leiknum gegn Braga á miðvikudag.
Nani í leiknum gegn Braga á miðvikudag. Nordic Photos / Getty Images
Nani verður ekki með liði Manchester United í leiknum gegn Aston Villa um helgina þar sem hann á við meiðsli að stríða.

Sir Alex Ferguson, stjóri United, staðfesti að Nani verði frá næstu tíu dagana eða svo en hann meiddist í vöðva aftan á læri í leik United gegn Braga á miðvikudag.

Þá er Jonny Evans tæpur vegna nárameiðsla og er því líklegt að Chris Smalling muni spila með United um helgina, rétt eins og hann gerði gegn Braga.

„Jonny er tæpur. Meiðslin eru ekki alvarleg en við munum fylgjast með honum. Vonandi verður hann í lagi," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×