Enski boltinn

Muamba felldi tár á White Hart Lane

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fabrice Muamba réði ekki við tilfinningarnar þegar hann kom aftur á White Hart Lane, heimavöll Tottenham, í gær. Þar hneig hann niður í leik með Bolton í mars á þessu ári.

Hjarta Muamba hætti að slá í heilar 78 mínútur en hann barðist fyrir lífi sínu og fékk góðan bata. Hann neyddist þó til að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Hann gekk út á völlinn í hálfleik og benti á þann stað þar sem hann féll í grasið. Hann átti svo erfitt með sig í viðtali eftir að hann gekk af velli.

„Það eina sem ég get sagt er takk við alla stuðningsmenn Tottenham fyrir þeirra viðbrögð. Það eru margir sem báðu fyrir mér," sagði Muamba.

„Ég vil þakka stjórnarformanninum og öllum stuðningsmönnum Tottenham. Ég er þeim afar þakklátur - þeir eru frábærir stuðningsmenn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×