Enski boltinn

Hangeland fær nýjan samning hjá Fulham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fulham vill halda norska varnarmanninum Brede Hangeland í sínum röðum en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Martin Jol, stjóri liðsins, segir að félagið hafi boðið honum nýjan samning en Hangeland hafði verið orðaður við nokkur lið.

„Við gerðum honum mjög gott tilboð og hann brosti í fyrsta sinn í nokkra mánuði. Ég held að hann hafi verið nokkuð ánægður," sagði Jol.

„Vonandi skrifar hann undir því hann er aldrei meiddur og spilar alltaf. Hann er góð fyrirmynd og ég vil gjarnan halda honum hér næstu árin."

„Við borgum góð laun og gerðum honum mjög gott tilboð. Þetta er góður drengur og jarðbundinn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×