Enski boltinn

Wenger: Samningsmál Walcott afgreidd fyrir áramót

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Walcott í leik með Arsenal
Walcott í leik með Arsenal Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að fullvíst sé að ákvörðun verði tekin fyrir áramót í samningsmálum Theo Walcott.

Samningur Walcott rennur út næsta sumar og eru viðræður nú í fullum gangi.

„Ég vil halda Theo," sagði Wenger við enska fjölmiðla. „Við gerðum það sem þarf til að halda honum og eins og ég hef margsagt ykkur vonum við að þetta mál leysist sem allra fyrst."

„Það er alveg klárt að þetta verður frágengið fyrir lok desember," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×