Enski boltinn

Wenger: Þurfum að bæta varnarleikinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger var skiljanlega pirraður eftir 3-3 jafntefli sinna manna gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal fékk tækifæri til að tryggja sér sigur í uppbótartíma en Mark Schwarzer varði þá vítaspyrnu Mikel Arteta.

Arsenal komst enn fremur 2-0 yfir snemma í leiknum en Fulham skoraði næstu þrjú mörkin og komst yfir áður en Olivier Giroud jafnaði en hann skoraði tvívegis í dag.

„Þetta er mjög pirrandi vegna þess að það er erfitt að skora mörk. Við verðum þó að halda áfram að skora og verðum auðvitað að bæta varnarleikinn líka," sagði Wenger.

„Mér finnst Giroud alltaf hafa verið hættulegur og hann var góður í dag. Berbatov átti líka góðan leik fyrir Fulham og hann sýndi að hann er enn mjög góður leikmaður þegar hann fær að spila um hverja helgi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×