Enski boltinn

West Ham með frábæran sigur á Newcastle

SÁP skrifar
Nordic Photos / Getty Images
West Ham vann góðan sigur, 1-0, á Newcastle á útivelli en leikurinn var nokkuð jafn og spennandi en aðeins eitt mark leit dagsins ljós.

Kevin Nolan skoraði eina mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins eftir magnaða sendingu frá Joey O'Brien.

Newcastle reyndi hvað það gat í síðari hálfleiknum að jafna metin en allt kom fyrir ekki og West Ham með magnaðan sigur.

West Ham er í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og hafa spilað frábærlega á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×