Enski boltinn

Chelsea og Liverpool skildu jöfn

SÁP skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Chelsea og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli á Stamford Bridge í dag en John Terry gerði mark heimamann í leiknum og enginn annar en Luis Suarez skoraði jöfnunarmark Liverpool í leiknum.

Chelsea var mikið mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og náðu á endanum að skora þegar John Terry skallaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Juan Mata.

Rúmlega korteri fyrir leikslok náði Luis Suarez að jafna metin fyrir Liverpool þegar hann skallaði boltann í netið af stuttu færi.

Steven Gerrard tók hornspyrnu sem Jamie Garragher flikkaði áfram yfir á Suarez sem gat fátt annað gert en að skora.

Chelsea er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir Manchester United. Liverpool er í því 13. með 12 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×