Enski boltinn

Eggert lánaður til Charlton í 28 daga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson.
Eggert Gunnþór Jónsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson mun spila með Charlton næstu 28 daga eftir að lið hans Wolverhampton Wanderers ákvað að lána hann til Lundúnafélagsins. Þetta kemur fram á heimasíðu Charlton. SkySports segir að um neyðarlán sé að ræða.

Eggert Gunnþór hefur fengið fá tækifæri hjá Wolves í vetur eða síðan að Norðmaðurinn Stale Solbakken tók við liðinu en Eggert kom til Úlfanna frá Hearts í byrjun þessa árs.

„Jónsson er miðjumaður sem spilar einfalt og er vinnusamur. Hann vinnur tæklingar og er orkumikill leikmaður með mikla yfirferð. Við þurfum á manni með reynslu að halda inn á miðjusvæðinu" sagði Chris Powell, stjóri Charlton, við heimasíðu félagsins.

Charlton Athletic er sex sætum og fjórum stigum á eftir Wolverhampton Wanderers í ensku b-deildinni þegar 15 umferðir eru búnar en liðið vann dramatískan 5-4 sigur á Íslendingaliðinu Cardiff City í síðustu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×