Enski boltinn

Magakveisa að fara illa með Adebayor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emmanuel Adebayor.
Emmanuel Adebayor. Mynd/Nordic Photos/Getty
Emmanuel Adebayor hefur ekki fengið mörg tækifæri með liði Tottenham á tímabilinu enda er samkeppnin mikil um sæti í byrjunarliðinu eins og okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið að kynnast.

Það var almennt búist við því að Adebayor fengi sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliðinu þegar Tottenham mætir Norwich í enska deildarbikarnum á morgun en það gæti nú breyst.

Adebayor hefur verið að glíma við magakveisu og gat af þeim sökum ekki æft með Tottenham í gær. Andre Villas-Boas ætlar að hvíla marga af sínum lykilmönnum í leiknum en þessi veikindi gætu kostað Adebayor tækifæri til að sanna sig fyrir Villas-Boas.

Emmanuel Adebayor hefur komið fjórum sinnum inn á sem varamaður í ensku úrvalsdeildinni og er búinn að spila í samtals 104 mínútur. Hann hefur ekki náð að skora á þessum stutta tíma.

Adebayor skoraði 18 mörk og gaf 12 stoðsendingar í 37 leikjum í öllum keppnum með Tottenham á síðustu leiktíð en hann var þá í láni frá Manchester City.

Tottenham keypti hann síðan í sumar en Andre Villas-Boas virðist ekki vera alltof hrifinn af Tógó-manninum ef marka má fyrstu mánuði tímabilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×