Enski boltinn

Micah Richards frá í fjóra mánuði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Micah Richards borinn af velli um helgina.
Micah Richards borinn af velli um helgina. Mynd/Nordic Photos/Getty
Micah Richards, varnarmaður Manchester City, verður frá æfingum og keppni í tólf til sextán vikur en hann þurfti að gangast undir hnéaðgerð í gær.

Hinn 24 ára gamli Richards þurfti að láta laga brjósk í hnénu en hann meiddist þegar hann reyndi að hreinsa boltann frá í leiknum á móti Swansea á laugardaginn.

Micah Richards átti í fyrstu að vera frá í tvo mánuði og væntanlega missa af tíu leikjum Manchester City en nú er ljóst að hann mun missa af miklu fleiri leikjum.

Micah Richards var óhræddur við að gagnrýna leikskipulag knattspyrnustjórans Roberto Mancini eftir tap í Meistaradeildinni á dögunum.

Mancini setti hann engu að síður í byrjunarlið sitt í næsta leik á eftir en þar gripu örlögin inn í og Micah Richards þurfti að yfirgefa völlinn á börum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×