Enski boltinn

Lögreglurannsókn hafin á Clattenburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg er sagður neita staðfastlega sök eftir að hann var sakaður um að nota niðrandi orðalag um tvo leikmenn Chelsea.

Clattenburg dæmdi viðureign Chelsea og Manchester United í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Samkvæmt enskum fjölmiðlum á hann að hafa kallað John Obi Mikel „apa" og Juan Mata „spænskan hálfvita".

Lögreglan í Lundúnum staðfesti í dag að hún hefði hafið rannsókn á málinu eftir að kvörtun barst frá félagi svartra lögmanna í Bretlandi.

The Guardian segir að Clattenburg hafi í huga að neita ásökunum opinberlega og bætir því við að hann sé bæði sár og reiður vegna málsins.

Enska knattspyrnusambandið hefur þegar hafði sína rannsókn á málinu en málið er eitt fjölmargra kynþáttatníðsmála sem hafa komið upp í tengslum við enska knattspyrnu á síðustu vikum og mánuðum.

Peter Herbert, formaður áðurnefnds félags svartra lögfærðinga í Bretlandi, vill að stofnað verði sérstök leikmannasamtök fyrir þeldökka knattspyrnumenn í Englandi.


Tengdar fréttir

Mata og Torres heyrðu ekki sjálfir hvað Clattenburg sagði

Oriol Romeu, liðsfélagi Juan Mata og Fernando Torres hjá Chelsea, sagði í viðtali við spænska útvarpsstöð að hvorugur spænsku leikmannanna hafi heyrt hvað dómarinn Mark Clattenburg sagði í leik Chelsea og Manchester United á sunnudaginn.

Chelsea kvartar yfir dónaskap dómarans

Chelsea hefur sent inn kvörtun vegna Mark Clattenburg dómara. Ekki út af frammistöðu hans í dag heldur út af meintum dónaskap hans í garð leikmanna liðsins.

Aðstoðardómarar Clattenburg lykilvitni í málinu

Knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg og ummæli hans við leikmenn Chelsea í leiknum á móti Manchester United um síðustu helgi eru nú til rannsóknar bæði hjá bæði enska knattspyrnusambandinu sem og lögreglunni í Lundúnum.

John Mikel Obi annar þeirra sem kvartaði undan Clattenburg

Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun vegna dónaskaps dómarans Mark Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United í Stamford Bridge í gær. Samkvæmt heimildum BBC þá er John Mikel Obi annar leikmannanna sem kvörtuðu undan orðalagi Clattenburg í þessum afdrifaríka leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×