Enski boltinn

Mata og Mikel mögulega hvíldir á morgun

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
John Obi Mikel í leiknum um helgina.
John Obi Mikel í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
Ekki er ólíklegt að þeir Juan Mata og John Obi Mikel muni báðir hvíla þegar að Chelsea mætir Manchester United í ensku deildabikarkeppninni annað kvöld.

Báðir eru í hringiðu hneykslismáls sem nú skekur enska boltann en knattspyrnudómarinn Mark Clattenburg hefur verið sakaður um að hafa beitt þá kynþáttaníði í leik þessara sömu liða í ensku úrvalsdeildinni nú um helgina.

Enskir fjölmiðlar segja að knattspyrnustjórinn Roberto Di Matteo hafi hvort eð er íhugað að hvíla þá Mata og Mikel, sem og fleiri leikmenn sem spiluðu um helgina.

Það er ljóst að þeir Fernando Torres og Branislav Ivanovic muni missa af leiknum þar sem þeir fengu báðir rautt í leiknum um helgina. John Terry er enn að taka út sitt fjögurra leikja bann og þá er Frank Lampard meiddur.

„Þetta er ekki einfalt mál," sagði Di Matteo í viðtali sem birtist á heimasíðu Chelsea. „Þetta er okkar fjórði leikur á tíu dögum og þetta hafa allt verið stórir leikir. Við munum örugglega fríska upp á liðið og setja nokkra unga leikmenn inn."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×