Enski boltinn

Walcott: Við gefumst aldrei upp

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Theo Walcott fagnar sjötta marki Arsenal í kvöld.
Theo Walcott fagnar sjötta marki Arsenal í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Theo Walcott skoraði þrennu í ótrúlegum 7-5 sigri Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld. Reading komst í 4-0 forystu strax í fyrri hálfleik en leikmenn Arsenal létu það ekki stöðva sig.

„Við sýndum öllum í kvöld hvað við getum. Við gáfumst aldrei upp og við erum algjörlega búnir á því," sagði Walcott við fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.

„Við þurftum að vera mjög ákveðnir í okkar leik en Jason Roberts var okkur mjög erfiður í kvöld. Við sýndum karakter og margir ungir leikmenn fengu dýrmæta reynslu í kvöld. Vonandi tekst okkur að taka meðbyrinn með okkur í úrvalsdeildina."

„Okkur gekk vel í sóknarleiknum í kvöld en á köflum var varnarleikurinn ekki frábær."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×