Enski boltinn

Bradford sló út Wigan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
D-deildarlið Bradford gerði sér lítið fyrir í kvöld og sló úrvalsdeildarlið Wigan úr leik í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Markalaust var að loknum venjulegum leiktíma og framlengingu. Því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni og þar hafði Bradford betur, 4-2.

Shaun Maloney skaut yfir fyrir Wigan og Matt Duke, markvörður Bradford, varði frá Jordi Gomez. Leikmenn Bradford nýttu allar sínar spyrnur og fögnuðu góðum sigri.

Wigan fékk þó fjölda góðra marktækifæra í leiknum en leikmenn Bradford vörðust vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×