Enski boltinn

Wenger: Þetta var kraftaverk

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger segir að 7-5 sigur Arsenal á Reading í enska deildabikarnum í kvöld hafi verið kraftaverki líkastur.

Reading komst í 4-0 í fyrri hálfleik en Arsenal kom til baka, jafnaði metin og vann svo ótrúlegan sigur í framlengingu.

„Maður sér alltaf eitthvað nýtt hjá okkur. Þess vegna er þetta aldrei leiðinlegt," sagði Arsene Wenger í samtali við enska fjölmiðla eftir leikinn í kvöld.

„Þetta endaði vel hjá okkur en Reading byrjaði stórkostlega í leiknum. Við vorum langt frá okkar besta, töpuðum öllum návígum og staðan var orðin 4-0. Þeir hefðu getað skorað 1-2 til viðbótar."

„Við náðum að skora tvö mörk en á 89. mínútu þurftum við enn tvö mörk til viðbótar. Kraftaverkið gerðist og höfðum við alltaf undirtökin í framlengingunni."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×