Enski boltinn

Giroud fékk treyjuna aftur frá áhorfanda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Giroud klæðir sig aftur í treyjuna í kvöld.
Giroud klæðir sig aftur í treyjuna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Olivier Giroud var heldur fljótur á sér þegar hann kastaði treyju sinni upp í stúku þegar venjulegum leiktíma var lokið í leik Arsenal og Reading í kvöld.

Staðan var þá 4-4 en þetta var leikur í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar og þurfti því að grípa til framlengingar.

Giroud var því ekki stætt á öðru en að biðja áhorfandann um að kasta treyjunni aftur til sín, sem og viðkomandi gerði samviskusamlega.

Arsenal vann svo 7-5 sigur í framlengingunni en Giroud átti frábæran leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður snemma í síðari hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×