Enski boltinn

Wenger: Gæti verið einn af mínum stærstu sigrum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna í gær.
Leikmenn Arsenal fagna í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, sá sína menn vinna ótrúlegan endurkomusigur á Reading á Madejski Stadium í gær en leikurinn var í 16 liða úrslitum enska deildarbikarsins. Arsenal-liðið lenti 0-4 undir en vann 7-5 eftir framlengingu.

Wenger var léttur á blaðamannafundi eftir leikinn enda fór liðið úr því að verða sér til skammar á móti einu af neðstu liðum deildarinnar í það að vinna einn af mögnuðustu sigrum í sögu keppninnar.

„Það var partý hjá okkur í seinni hálfleik. Við björguðum okkur frá stórslysi og endurheimtum stoltið með ágætri frammistöðu í seinni hálfleiknum," sagði Arsene Wenger.

„Mér leið ekki vel þegar þeir komust í 4-0 og ég er mjög ánægður með að liðið kom til baka," sagði Wenger og þegar hann var spurður hvort að þetta væri einn af hans stærstu sigrum svaraði hann: „Það gæti vel verið," svaraði Wenger.

Wenger hrósaði þeim stuðningsmönnum Arsenal sem stóðu með liðinu en nokkuð margir yfirgáfu leikvanginn í hálfleik.

„Ég fann til með stuðningsmönnum okkar í kvöld en stór hluti þeirra stóð áfram við bakið á liðinu og ég er mjög ánægður að við gátum launað þeim það traust," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×