Enski boltinn

Gerrard dregur til baka gagnrýni sína á Everton

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, gagnrýndi leikstíl erkifjendanna í Everton harðlega eftir 2-2 jafntefli liðanna í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og bar þá bláu í Bítlaborginni saman við Stoke.

Gerrard sá hinsvegar eftir öllu saman og hefur nú dregið orð sín við blaðamann Liverpool Echo til baka.

„Ég vil koma einu á hreint. Ég er búinn að horfa aftur á leikinn og hef líka séð fleiri leiki með Everton á tímabilinu. Ég fór of langt í gagnrýni minni á liðið," sagði Steven Gerrard.

„Þegar ég fór í viðtalið var ég pirraður yfir því að markið hans Luis (Suarez) var ekki dæmt gilt. Margt sem hefur verið sagt um Luis undanfarnar vikur hefur heldur ekki verið sanngjarnt," sagði Gerrard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×