Enski boltinn

Mikel og Mata í byrjunarliði Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Juan Mata í leiknum um helgina.
Juan Mata í leiknum um helgina. Nordic Photos / Getty Images
John Obi Mikel og Juan Mata eru báðir í byrjunarliði Chelsea sem mætir Manchester United í ensku deildabikarkeppninni í kvöld.

Mark Clattenburg, sem dæmdi leik þessara sömu liða í ensku úrvalsdeildinni um helgina, hefur verið sakaður um kynþáttaníð gagnvart þeim Mikel og Mata og var fremur búist við því að þeir yrðu hvíldir í kvöld.

Liðin eru þó nokkuð breytt frá því um helgina og margir minni spámenn sem fá tækifæri hjá stjórum liðanna.

Leikurinnj hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Byrjunarlið Chelsea: Cech; Azpilicueta, Cahill, Luiz, Bertrand; Romeu, Mikel; Moses, Mata, Piazon; Sturridge.

Byrjunarlið Manchester United: Lindegaard: Rafael, Keane, Wooton, Buttner: Nani, Fletcher, Anderson, Giggs: Hernandez, Welbeck




Fleiri fréttir

Sjá meira


×