Enski boltinn

Norwich sló Gylfa og félaga úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Tettey fagnar hér fyrra marki Norwich.
Alex Tettey fagnar hér fyrra marki Norwich. Nordic Photos / Getty Images
Norwich tryggði sér 2-1 sigur á Tottenham í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld en bæði mörk liðsins komu á lokamínútum leiksins.

Tottenham stýrði leiknum lengst af og komst yfir með marki Gareth Bale á 66. mínútu.

En Norwich náði að snúa leiknum sér í vil. Fyrst varð Jan Verthonghen fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar hann stýrði skoti Alexander Tettey í eigið net á 84. mínútu.

Simeon Jackson skoraði svo sigurmark Norwich þremur mínútum síðar. Tottenham fékk reyndar vítaspyrnu eftir þetta en Clint Dempsey lét verja frá sér.

Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn í liði Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×