Enski boltinn

Giggs: Megum ekki lenda undir gegn Chelsea

Man. Utd hefur verið að byrja sína leiki í vetur afar illa og oftar en ekki lent undir. Reyndar hefur United lent undir í átta af tólf leikjum sínum í vetur.

Það gerðist líka gegn Braga í vikunni en United kom þó til baka og vann 3-2 sigur. Reynsluboltinn Ryan Giggs segir að slíkt megi ekki gerast gegn Chelsea um helgina.

"Auðvitað er gott að hafa komið til baka og sýnt karakter í þessum átta leikjum. Það er samt ekki endalaust hægt að treysta á að strákarnir frammi dragi liðið í höfn," sagði Giggs.

"Það verður ekki auðvelt að koma til baka ef lendum undir á móti Chelsea. Chelsea er með það gott og þétt lið. Við verðum því að skrúfa fyrir lekann aftast."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×