Enski boltinn

Edgar Davids spilar frítt með Barnet

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Edgar Davids í leik með Barnet.
Edgar Davids í leik með Barnet. Nordic Photos / Getty Images
Hollendingurinn Edgar Davids, fyrrum leikmaður Ajax, Juventus og Tottenham, er nú að spila í ensku D-deildinni og gerir hann það án þess að þiggja krónu fyrir.

„Ég er skráður sem áhugamaður hjá liðinu og fæ ekki neitt fyrir að spila," sagði Davids sem samdi við félagið fyrir tveimur vikum síðan sem spilandi þjálfari.

„Hér fæ ég tækifæri til að deila sýn minni á knattsyrnuna og vinna að minni þjálfaramenntun," bætti hann við en Davids sinnir þjálfarastarfinu í samstarfi við Mark Robson. „Ég held líka áfram að spila og hef gripið þetta tækifæri báðum höndum."

Barnet vann 4-0 sigur á Northampton í fyrsta leik Davids og gerði svo markalaust jafntefli við Wycombe á þriðjudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×