Enski boltinn

Arsenal á leið aftur í Adidas | Fá félög í breskum búningum

Það er langt síðan Arsenal var síðast í Adidas. Ian Wright fagnar hér í Adidas-treyju.
Það er langt síðan Arsenal var síðast í Adidas. Ian Wright fagnar hér í Adidas-treyju.
Arsenal hefur verið í Nike síðan 1994 en því samstarfi mun ljúka sumarið 2014 og flest bendir til þess að félagið muni í kjölfarið semja við Adidas á nýjan leik.

Nike verður aðeins með Manchester-liðin á sínum snærum næsta vetur en þá mun Man. City segja skilið við Umbro og fara í Nike.

Arsenal hefur verið þriðja stærsta félagið á mála hjá Nike en félagið hefur selt um 800 þúsund treyjur á ári. Aðeins Man. Utd og Barcelona selja fleiri Nike-treyjur.

Aðeins þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni í dag eru í búningum frá bresku fyrirtæki. Það eru Man. City, Southampton og Wigan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×