Enski boltinn

Ferguson: Torres getur sjálfum sér um kennt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, var að vonum ánægður með sigurinn á Chelsea í dag en United vann leikinn 3-2 á Stamford Bridge.

„Það eru liðin um tíu ár síðan að við unnum hér og því var þetta gríðarlega mikilvægur sigur. Við vorum alltaf góður á þessum velli þangað til að Jose Mourinho kom og skemmdi þá veislu," sagði Ferguson við BBC eftir leikinn.

„Í gegnum tíðina höfum við fengið slæma dóma gegn okkur á þessum velli en hlutirnir jafna sig oftast út á endanum. Við vorum líklega heppnir í dag þar sem Chicharito var líklega rangstæður í sigurmarkinu."

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir leikaraskap í dag og fauk þar með af velli með rautt.

„Dómarar þurfa oft að taka ákvarðanir fljótlega og stundum erfitt að átta sig á því hvort menn séu vísvitandi að láta sig falla. Torres féll auðveldlega og ég skil í raun ekki af hverju hann tók uppá því, þetta var í raun honum sjálfum að kenna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×