Enski boltinn

Starfsmaður slasaðist á Stamford

Hér liggur starfsmaðurinn óvígur eftir á vellinum.
Hér liggur starfsmaðurinn óvígur eftir á vellinum.
Það gekk mikið þegar Chelsea tók á móti Man. Utd í dag. Tvö rauð spjöld, hasar og svo slasaðist starfsmaður og þurfti aðhlynningu.

Starfsmaðurinn slasaðist í kjölfar sigurmarks Javier Hernandez fyrir Man. Utd. Hann fagnaði fyrir framan stuðningsmenn Chelsea og að hleypti illu blóði í marga stuðningsmenn Lundúnarliðsins.

Starfsmaðurinn, sem stóð við stúkuna, féll til jarðar í látunum og snéri upp á hnéð á sér.

Chelsea rannsakar nú hvort einhverju hafi verið kastað inn á völlinn sem lenti í starfsmanninum. Ef svo var þá var meiningin örugglega ekki að hitta þennan saklausa starfsmann.

Starfsmaðurinn var að lokum fluttur á spítala.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×