Íslenski boltinn

Haukur gengur í raðir Framara

mynd/fram.is
Framarar fengu liðsstyrk í dag þegar hinn eldfljóti Haukur Baldvinsson skrifaði undir samning við félagið.

Hann kemur til félagsins frá Blikum. Haukur hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin ár og ekki náð að kalla fram það sem menn telja að búi í honum.

Haukur kom við sögu í 14 leikjum Blika síðasta sumar en náði ekki að skora.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×