Enski boltinn

Moyes: Þetta var löglegt mark hjá Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi að mark Luis Suarez í blálokin hafi átt að standa en talaði jafnframt um að aukaspyrnan sem markið kom úr hafi aldrei átt að vera dæmd og að Suarez hafi líka átt að vera farinn í sturtu með rautt spjald.

Everton og Liverpool gerðu 2-2 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í gær þar sem Luis Suarez skoraði í uppbótartíma en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Suarez fékk áður gult spjald fyrir brot á Sylvain Distin og þar slapp hann vel að mati David Moyes.

„Hann var mjög heppinn að fá að vera áfram inn á vellinum eftir þessa tæklingu. Þetta var klárt rautt spjald að mínu mati," sagði David Moyes.

„Þetta var löglegt mark hjá honum en þeir áttu aldrei að fá þessa aukaspyrnu því það var ekkert brot á Gerrard. Það var rangt að dæma aukaspyrnu alveg eins og það var rangt að dæma markið ekki gilt," sagði David Moyes.

Það er hægt að sjá mörkin og helstu atvik úr leiknum með því að smella hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×