Enski boltinn

Sir Alex: Ég óska dómaranum góðs gengis

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, stýrði sínum mönnum til sigurs á móti Chelsea í Stamford Bridge í gær en það er stutt í næsta leik á Brúnni því liðin mætast þar aftur í enska deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið.

Dómarinn var í aðalhlutverki í gær því Chelsea-menn enduðu bara níu inn á vellinum og sigurmark United átti að vera dæmt af vegna rangstöðu. Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.

Sir Alex var spurður út í það eftir 3-2 sigurinn í gær hvort að hann byggist við líflegum leik á miðvikudaginn.

„Ég óska dómaranum góðs gengis," sagði Sir Alex Ferguson í léttum tón.

„Það er alltaf erfitt að koma hingað og það er líka erfitt að fá dóma til að falla með sér á þessum velli," sagði Ferguson.

„Undanfarin ár höfum við lent illa út úr sjokkerandi ákvörðum á þessum velli og ég held að við höfum átt þetta inni," sagði Ferguson en United var þarna að vinna fyrsta deildarleik sinn á Brúnni frá 2002.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×