Enski boltinn

Rooney: Til í Cantona-hlutverk hjá enska landsliðinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eric Cantona er fyrirmynd Wayne Rooney.
Eric Cantona er fyrirmynd Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney segist vera tilbúinn í að taka að sér "Eric Cantona hlutverk" hjá enska landsliðinu en framundan er leikur við San Marínó á föstudagskvöldið. Steven Gerrard er í banni í leiknum og Frank Lampard glímir við meiðsli og það er því líklegt að Rooney beri fyrirliðabandið í þessum leik.

„Það er mikið af ungum leikmönnum í hópnum núna og ég reyni alltaf að tala við þá og bjóða þeim góð ráð," sagði Wayne Rooney við Sky Sports.

„Ég man eftir því þegar Alex Ferguson sagði mér frá því hversu mikið Cantona hjálpaði öllum ungu leikmönnunum hjá United. Það er eitthvað sem ég ætla mér að gera hjá enska landsliðinu," sagði Wayne Rooney en hann á að baki 76 landsleiki og kom sjálfur mjög ungur inn í enska landsliðið.

„Ég ætla að reyna að gera þetta fyrir enska landsliðið og vonandi get ég hjálpað þeim að ná sýnu besta fram á sama tíma og þeir hjálpa mér að skila mínu besta," sagði Rooney.

Rooney notaði líka tækifærið og hrósaði John Terry sem ákvað að leggja landsliðsskóna á hilluna á dögunum. „Hann var frábær fyrir okkur. JT er miðvörður af gamla skólanum og hann er ekki hræddur við að fórna sér. Hann er ásamt Paolo Maldini erfiðasti varnarmaðurinn sem ég hef spilað á móti. Við virðum hans ákvörðun að hætta en þetta er missir fyrir okkur," sagði Rooney.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×