Enski boltinn

Blackburn staðfestir að Alan Shearer komi til greina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alan Shearer varð meistari með Blackburn vorið 1995.
Alan Shearer varð meistari með Blackburn vorið 1995. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alan Shearer er einn af þeim sem kemur til greina sem nýr knattspyrnustjóri hjá Blackburn Rovers en þetta staðfesti framkvæmdastjóri félagsins, Derek Shaw, við Guardian. Vinsældir Shearer hjá stuðningsmönnum félagsins eiga þó ekki að hafa áhrif á ráðninguna.

Eric Black hefur stýrt Blackburn-liðinu síðan að Steve Kean var rekinn en hefur ekki enn náð að stýra liðinu til sigurs. Það er því komin pressa á eigendur Blackburn að fara finna eftirmann Kean.

„Ég er viss um að það yrði vinsælt að ráða Alan Shearer en það skiptir okkur meira máli að fá mann sem kemur liðinu aftur upp í úrvalsdeildina og heldur liðinu þar," sagði Derek Shaw.

„Alan á að baki flottan feril og hann er á listanum yfir þá sem koma til greina. Það eru margir á þessum lista og eigendurnir eru að fara yfir hann. Ég held að þetta séu hátt í tuttugu nöfn og það fer að styttast í að við förum að tala við menn," sagði Shaw en meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við félagið eru Roy Keane, Ole Gunnar Solskjaer og Bernd Schuster, fyrrum þjálfari og leikmaður Real Madrid.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×