Enski boltinn

Pulis um leikaraskap Luis Suarez: Þetta er orðið vandræðalegt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tony Pulis, stjóri Stoke City, talaði mikið um dýfu Luis Suarez eftir leik Liverpool og Stoke City í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðin gerðu þá markalaust jafntefli. Suarez féll þá í teignum án mikillar snertingar.

„Ég er einn af þeim sem hef gagnrýnt leikmenn sem eru alltaf að detta. Þetta er orðið vandræðalegt og enska sambandið þarf að fara að taka á þessu," sagði Tony Pulis.

„Suarez er frábær leikmaður með mikla hæfilega. Það þarf vissulega að hafa fyrir honum og hann einn af þeim leikmönnum sem við óttumst mikið. Hann setur mikla pressu á dómarann. Í hvert skipti sem hann fellur í jörðina fær dómarinn 40 þúsund stuðningsmenn Liverpool á bakið og það er ekki sanngjarnt. Dómarastarfið er nógu erfitt fyrir," sagði Pulis.

Það er hægt að sjá svipmyndir frá leiknum með því að smella hér fyrir ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×