Enski boltinn

Brendan Rodgers: Það virðast gilda allt aðrar reglur um Suarez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez.
Luis Suarez. Mynd/Nordic Photos/Getty
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, er allt annað en sáttur við þá umræðu sem er í gangi í kringum Úrúgvæmanninn Luis Suarez. Tony Pulis, stjóri Stoke, heimtaði að enska sambandið refsaði Suarez fyrir síendurtekinn leikaraskap og vildi að Suarez yrði dæmdur í þriggja leikja bann fyrir "dýfu" í teignum.

„Ég sem knattspyrnustjóri í þessu félagi finnst það ótrúlegt að í nær allri umfjölluninni um Luis Suarez eftir þessa helgi þá er ekkert fjallað um það að það var traðkað á honum eftir fimm mínútna leik," sagði Brendan Rodgers, stjóri Liverpool.

„Eins og er lítur út fyrir að það gildi sér reglur um Luis og svo allt aðrar reglur um alla aðra leikmenn í deildinni," sagði Rodgers.

„Dýfingar og leikaraskapur er víðtækt vandamál í fótboltanum og við getum öll verið sammála því að það þarf að útrýma slíku úr boltanum. Það voru samt önnur atvik um helgina sem fengu litla sem enga umfjöllun," sagði Rodgers.

„Menn mega ekki líta framhjá því að bæði hér á Anfield sem og í öðrum leik á sunnudaginn þá meiddust Luis og annar leikmaður vegna atvika fjarri boltanum. Sökudólgunum var ekki refsað en þetta náðist á sjónvarpsmyndavélar," sagði Rodgers.

„Ég tel að sumir þurfi að endurskoða sjónarhorn sitt og eins og er rógurinn um Luis bæði rangur og ósanngjarn," sagði Rodgers.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×